Snjómokstursvakt - 6975599
Rótgróið fjölskyldufyrirtæki síðan 1996
Garðvélar ehf var stofnað árið 1996 af Herði Hjartarsyni og Báru Skæringsdóttur. Fyrstu árin tók fyrirtækið að sér alla viðhaldsþjónustu í einkagörðum og þjónustu við stofnanir og fyrirtæki auk þess að vinna við nýframkvæmdir og endurgerðir lóða. Hjá Garðvélum starfa að jafnaði 5-6 manns auk sumarstarfsmanna á álagstímum yfir sumarið.
Nýframkvæmdir og endurgerðir lóða & leikvalla
Í seinni tíð hefur fyrirtækið stækkað og sérhæft sig í nýframkvæmdum og uppbyggingu lóða fyrir einstaklinga, sveitarfélög og byggingarfyrirtæki í litlum sem stórum verkefnum.
Metnaðarfullt og framsækið fyrirtæki
Hjá okkur starfar faglært starfsfólk í lykilstöðum með mikla reynslu af fjölbreyttum verkefnum.
​
Við erum alltaf með augun opin fyrir nýjungum og ný hafa Garðvélar byrjað að flytja inn og selja gúmmíefni á leiksvæði (Tartan) Efni sem við höfum unnið með og lagt á leik og sundlaugarsvæði síðan 2006