top of page
Umhverfisstefna Garðvéla ehf.

Garðvélar ehf. eru fyrirtæki í skrúðgarðyrkju og annast verktöku á verklegum nýframkvæmdum, viðhaldi og endurgerð á eldri lóðum auk ráðgjafar um framkvæmdir og eftirliti/ástandsskoðunum á umhverfi fyrirtækja, leiksvæða og stofnanna. Fyrirtækið vinnur í nánum tengslum við íslenska náttúru og hefur hugmyndafræði sjálfbærrar þróunnar að leiðarljósi í öllum sínum verkum.

 

•    Við verklegar framkvæmdir leitast Garðvélar ehf. við að vernda ósnortið land, víðerni og                    verndarsvæði, vistkerfi, náttúru- og menningarminjar.
•    Garðvélar ehf. leggja áherslu á að takmarka röskun lands, frágangur falli vel að landslagi og              umgengni sé til fyrirmyndar.
•    Garðvélar ehf. vinnur að því að draga úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda og leggja              kapp á að minnka kolefnisspor fyrirtækisins.
•    Garðvélar ehf. leggur áherslu á að starfsfólk sem og aðrir sem vinna fyrir fyrirtækið hafi yfir að        ráða hæfni og þekkingu til að framfylgja stefnu fyrirtækisins.
•    Garðvélar ehf. leitast við að nota endurnýjanlegar auðlindir og náttúruleg efni í starfsemi sinni        og hafa umhverfissjónarmið að leiðarljósi við innkaup.
•    Umhverfisstefna Garðvélar ehf. er kynnt öllu starfsfólki og er aðgengileg almenningi.                          Umhverfisstefnan er endurskoðuð reglulega.
•    Garðvélar ehf. vinna að stöðugum umbótum í samræmi við kröfur umhverfisstjórnunarstaðla          ISO14001.

Yfirmarkmið Garðvéla ehf. í umhverfismálum

Að draga úr myndun úrgangs og auka endurnotkun og endurvinnslu byggingarefnis.
Að skila öllum spilliefnum til viðurkenndra móttökuaðila.
Að hætta notkun eiturefna og draga úr notkun hættulegra efna og umgangsast þau af varúð.
Að draga úr umhverfisáhrifum frá rekstri og framvæmdum á vegum fyrirtækisins. 
Að umgangast orkuauðlindir með hagkvæmni og nægjusemi í huga.
Að mæla árangur umhverfisstefnu fyrirtækisins og vinna að úrbótum.

Febrúar 2016 / yfirfarið í janúar 2019
 

bottom of page